top of page
STÚLKA EIN
00:00 / 04:27
Genre:  Acoustic, folk, Icelandic
Writers: Jóhann Ingi Benediktsson, Harpa Þorvaldsdóttir, Sigmar Þór Matthíasson, Guðmundur Atli Pétursson
Duration: 4:27
Tempo: Up-tempo
BPM: 110
Publisher: Brekvirki ehf.
Themes and Tags: Insomnia, problems with sleeping, computer games
Mood: Light, Joyful
Instrumentation: Piano, Guitar, Mandolin, Upright bass
Sounds like: Nothing else ??
Key: C major
Year released: 2021

Stúlka ein

Stúlka ein, situr upp í rúmi og hvílir lúin bein.

Hugans mein, vandamálin felur, grefur undir stein

og gleymir þeim.

Í rökkurró, heimurinn í herberginu er alveg nóg.

Hún hvergi fer en svífur um í netheimum að dunda sér.

Hún er alltaf hér.

 

Hún situr þarna ein og getur ekki sofið þessa nótt.

Hún situr þarna ein og getur ekki sofið.  

 

Morgunstund, sem allra jafna ætti að gefa gull í mund.

Þreyta fer óþægilega að láta kræla á sér.

Því fer sem fer.

Hægt og hljótt, morgundöggin svæfir hana vært og rótt.

Svo undurskjótt, sólarhringur líður fram að næstu nótt. Hún missir allan þrótt.  

Hún liggur þarna ein og getur bara sofið vært og rótt. Hún liggur þarna ein og getur bara sofið.

 

Stúlka ein, situr upp í rúmi og hvílir lúin bein.

Hugans mein, vandamálin felur, grefur undir stein.

 

Hún situr þarna ein og getur ekki sofið þessa nótt. Hún situr þarna ein og getur ekki sofið.  

bottom of page