top of page
ANDVAKA NÓTT
00:00 / 03:14
Genre:  Acoustic, folk, Icelandic
Writers: Jóhann Ingi Benediktsson, Harpa Þorvaldsdóttir, Sigmar Þór Matthíasson, Guðmundur Atli Pétursson
Duration: 3:13
Tempo: Up-beat
BPM: 
Publisher: Brekvirki ehf.
Themes and Tags: Iceland, nature, volcano, being homesick,
Mood: Dark, moody
Instrumentation: Piano, Guitar, Mandolin, Upright bass
Sounds like: Nothing else ??
Key: F

Andvaka nótt

Velti hér, velti þar, velti hér.

Fram og til baka ég velti mér.

Og reyni svo að skilja hvers vegna ég vaki í nótt.

Mér verður bara ekki rótt.

 

Velti hér, velti þar, velti hér.

Fram eftir nóttu ég velti mér.

Er löngu búinn að skilja að ég næ ekki landi í bráð.

Ég á bara engin ráð til þess að halla augum aftur.

Vefurinn þykknar og augnlokin svitna.

Hvað skal gera nú?

 

Velti hér, velti þar, velti hér.

Nóttin er tekin langt fram úr mér.

Ég er að missa viljann og birtan hún bankar á dyr.

Er enn von um smá meðbyr til þess að halla augum aftur?

Morguninn kallar og væntingar allar eru fyrir bí.

Kominn dagur enn á ný.

 

Velti hér, velti þar, velti hér.

Enn eina nóttina velti mér.

Ég næ bara ekki að skilja hvers vegna ég sef ekki í nótt.

Mér verður bara ekki rótt.

Year released: 2021
bottom of page