top of page
BREK-LP-umslag.jpg

Stúlka ein

Stúlka ein, situr upp í rúmi og hvílir lúin bein.

Hugans mein, vandamálin felur, grefur undir stein

og gleymir þeim.

Í rökkurró, heimurinn í herberginu er alveg nóg.

Hún hvergi fer en svífur um í netheimum að dunda sér.

Hún er alltaf hér.

 

Hún situr þarna ein og getur ekki sofið þessa nótt.

Hún situr þarna ein og getur ekki sofið.  

 

Morgunstund, sem allra jafna ætti að gefa gull í mund.

Þreyta fer óþægilega að láta kræla á sér.

Því fer sem fer.

Hægt og hljótt, morgundöggin svæfir hana vært og rótt.

Svo undurskjótt, sólarhringur líður fram að næstu nótt. Hún missir allan þrótt.  

Hún liggur þarna ein og getur bara sofið vært og rótt. Hún liggur þarna ein og getur bara sofið.

 

Stúlka ein, situr upp í rúmi og hvílir lúin bein.

Hugans mein, vandamálin felur, grefur undir stein.

 

Hún situr þarna ein og getur ekki sofið þessa nótt. Hún situr þarna ein og getur ekki sofið.  

mkey-4.jpg
mkey-5.jpg

Um nýliðinn dag

Morgundöggin sefur rótt, allt er hljótt því enn er nótt.

Kyrrðin græðir 

þau óteljandi litlu sár sem mynda heimsins vandamál.

Orkan flæðir.

 

Er sól rís og fuglarnir hefja upp sinn fagra söng

og kyrja sitt glænýja lag um nýjan dag.

 

Margslungin er heimsins mynd, með logn og sól og regn og vind. Nú himinn grætur.

Skýin byrgja fyrir sýn og veika vonin mín og þín

missir fætur.

 

Þá sól rís og fuglarnir breiða út sinn fagra söng

og kyrja sitt slípaða lag

er líður á

 

daginn fljúga allir í sína átt

setjast þar á staði fína.

Hver á sinni hillu lifir í sátt

og rembist við að nýta tímann.

 

Brátt er aftur orðið hljótt, kvöldið bíður eftir nótt.

Róin færist

yfir nýlokið ferðalag í gegnum venjulegan dag.

Alda bærist.  

 

Er sól sest og fuglarnir fullkomna sinn lokasöng.

Þeir kyrja sitt síðasta lag um nýliðinn dag.

Soaring crow

Land of living water, sands before my eyes.

My feet full of splinters and wind at night who cries. Along the tracks alone, traveller through time.

And here I feel my home, the sands and dust are mine.

 

I embrace the flow and the fireglow

from the lava as it runs.

And the soaring crow where the stories grow

and the midnight sun that burns.

 

I often dreamt about you, my land I found this day.

But dreams never came true as I lost my way.

 

I embrace the flow and the fireglow

from the lava as it runs.

And the soaring crow where the stories grow

and the midnight sun that burns.                                                     Haraldur Ægir Guðmundsson

mkey-2.jpg
mkey.jpg

Andvaka nótt

Velti hér, velti þar, velti hér.

Fram og til baka ég velti mér.

Og reyni svo að skilja hvers vegna ég vaki í nótt.

Mér verður bara ekki rótt.

 

Velti hér, velti þar, velti hér.

Fram eftir nóttu ég velti mér.

Er löngu búinn að skilja að ég næ ekki landi í bráð.

Ég á bara engin ráð til þess að halla augum aftur.

Vefurinn þykknar og augnlokin svitna.

Hvað skal gera nú?

 

Velti hér, velti þar, velti hér.

Nóttin er tekin langt fram úr mér.

Ég er að missa viljann og birtan hún bankar á dyr.

Er enn von um smá meðbyr til þess að halla augum aftur?

Morguninn kallar og væntingar allar eru fyrir bí.

Kominn dagur enn á ný.

 

Velti hér, velti þar, velti hér.

Enn eina nóttina velti mér.

Ég næ bara ekki að skilja hvers vegna ég sef ekki í nótt.

Mér verður bara ekki rótt.

Athvarf

Vindurinn tekur í tré,

togar svo mig langar með en er hér.

Held mér.  

Gatan haustlitum lögð.

Hvert lauf bergmálar sumarið sjálft,

sem var okkar.    

 

Þegar sól er hnigin í haf og horfinn dagur á braut,

er indælt að eiga athvarf í faðmi þér,

meðan úti er haustrok og regn.  

 

Undir glugga á súð,

þar sem rigningin skellur svo fast.

Þar mig finnur.

 

Þegar sól er hnigin í haf og horfinn dagur á braut,

er indælt að eiga athvarf í faðmi þér,    

meðan úti er haustrok og regn.                                                                                         Ingunn Huld Sævarsdóttir

Memory Lane

I look back at the days,

I used to walk to your place.

And I’d sing you a song

of the past and of our better ways.  

 

In the snow I see grace,

the outlines of your face.

And I smile at the glance

and the times when I walked to your place.  

 

It’s hard to break the chain

of the stroll down Memory Lane.  

 

All the doors I walk through,

anywhere I’m going to.

If they’re closed then I’ll knock,

and I hope that they’ll all lead back to you.  

 

It’s hard to break the chain

of the stroll down Memory Lane.

So I’ll follow the chain

down the road through Memory Lane.  

Vegslóðinn

Tikkar og tifar,

klukkan sem slær er við höldum áfram.

Vegurinn slóði,

sporin uppfennt eftir hvern okkar hæl.

 

Hafið þið séð hann, ykkar næsta mann?

 

Eilífðin styttist,

árunum eytt hérna á slóðanum.

Dauðleikinn birtist,

óþekktur var hann í vegbotninum.

 

Enginn þekkti hann, aðeins lífsins lækur rann.

 

Hvert sem hann liggur,

vegslóðinn sá skal þó benda eitt á.

Gangir þú hryggur,

samferðamenn skaltu þekkja og sjá.

 

Því hver veit nema þá, gangi betur slóðanum á.

mkey-7.jpg

Langferð

Þú leggur í langar ferðir

litla barnið mitt.

Hinum megin við hornið

er húsið þitt.

Heimurinn frjáls og fagur

þér fagnandi mætir nú.

Í vatninu vaðið þið saman

vorið og þú.

 

Barnið mitt í bæinn

berðu ljós og yl.

Við skulum hjálpa vorinu

að verða til.

                           Gunnar Dal

Fjaran

Situr steini á, fugl í fjöru.

Grasið er grænt og fjaran er há.

Rándýrsaugu smá.

Mæna á markið, mæla sín skref bráðinni frá.

Nú hefst dans, tangó lífsins og dauðans.

Hvernig fer, milli guðs og andskotans.

Barist er.

 

Beittum brögðum frá.

Fuglinn forðast sitt eigið víg tönnunum á.

Slef úr skolti má sjá.

Blóði drifin rándýrsins slóð og endalaus þrá.

Þetta er dans, tangó lífsins og dauðans.

Hvernig fer, milli guðs og andskotans.

Barist er.

 

Situr steini á, fugl í fjöru.

Grasið er grænt og fjaran er há.

Rándýrsaugu smá.

Mæna á markið, mæla sín skref bráðinni frá.

 

Enn einn dans, tangó lífsins og dauðans.

Hvernig fer, milli guðs og andskotans.

Barist er.

Hvernig fer?

mkey-6.jpg

Vetur rís

Lauf með vindi berst og strýkur kinn.

Litadýrðin vekur huga minn.

Október því fer sem fer, gróðurinn.

Hvert sem litið er ég haustið finn.

 

Dimma fer í dal og lækur frýs.

Hrjúfan kælir hvarm, vindur og ís.

Árið fer í desember, gamlir tímar kveðja nýir tímar koma.

Birtu framundan hvert okkar kýs.

 

Vetur rís með frost og ís.

 

Mjöllin dúnamjúk nú hylur jörð.

Vetur konungur hér stendur vörð.

Af er það sem áður var, allir líta fram á veginn í janúar.

Spyrna fótum þétt í nýjan svörð.

 

Vetur rís með frost og ís.

Dagsbirtan

Eitt skref á dag, óþolinmóð við bíðum þín.

Við hvert sólarlag birtist hún aðeins fyrr og skín.

Bætir okkar hag.

Handan við hornið vorið rís, en þó ekki í dag.

Óþolinmóð við bíðum þín, ó þú fagra dagsbirta.

Eitt skref á dag, öll í einu við eygjum von

um nýtt ferðalag.

Um það við hugsum lon og don,

í gegnum hvert skýdrag.

Skyldi nú bjóðast varmaglóð fyrir helkuldann?

Út þá við hlaupum sæl og rjóð,

er daginn fer að lengja.

 

Bráðum verður allt svo gott,

myrkraverkin gleymast fljótt.

Bráðum verður allt svo gott,

birtan endist fram á nótt.

Eitt skref á dag, óþolinmóð við bíðum þín.

Við hvert sólarlag birtist hún aðeins fyrr og skín.

Bætir okkar hag.

Handan við hornið vorið rís, en þó ekki í dag.

Óþolinmóð við bíðum þín, ó þú fagra dagsbirta.

Bráðum verður allt svo gott,

myrkraverkin gleymast fljótt.

Bráðum verður allt svo gott,

birtan endist fram á nótt.

bottom of page