UM NÝLIÐINN DAG
Genre: Acoustic, folk, Icelandic
Writers: Jóhann Ingi Benediktsson, Harpa Þorvaldsdóttir, Sigmar Þór Matthíasson, Guðmundur Atli Pétursson
Duration: 4:01
Tempo: Up-tempo
BPM:
Publisher: Brekvirki ehf.
Themes and Tags: Iceland, the current day,
Mood: Light, Joyful
Instrumentation: Piano, Guitar, Mandolin, Upright bass
Sounds like: Nothing else ??
Key: Am ?
Year released: 2021
Um nýliðinn dag
Morgundöggin sefur rótt, allt er hljótt því enn er nótt.
Kyrrðin græðir
þau óteljandi litlu sár sem mynda heimsins vandamál.
Orkan flæðir.
Er sól rís og fuglarnir hefja upp sinn fagra söng
og kyrja sitt glænýja lag um nýjan dag.
Margslungin er heimsins mynd, með logn og sól og regn og vind. Nú himinn grætur.
Skýin byrgja fyrir sýn og veika vonin mín og þín
missir fætur.
Þá sól rís og fuglarnir breiða út sinn fagra söng
og kyrja sitt slípaða lag
er líður á
daginn fljúga allir í sína átt
setjast þar á staði fína.
Hver á sinni hillu lifir í sátt
og rembist við að nýta tímann.
Brátt er aftur orðið hljótt, kvöldið bíður eftir nótt.
Róin færist
yfir nýlokið ferðalag í gegnum venjulegan dag.
Alda bærist.
Er sól sest og fuglarnir fullkomna sinn lokasöng.
Þeir kyrja sitt síðasta lag um nýliðinn dag.