sun., 21. jún.
|Akranesviti
Tónleikar í Akranesvita
Hljómsveitin BREK ætlar að prufa hinn magnaða hljómburð í Akranesvita á tónleikum sunnudaginn 21.júní kl. 15:30. Frítt inn en frjáls framlög vel þegin.
Time & Location
21. jún. 2020, 15:30
Akranesviti, Breiðargata, Akranes, Iceland
About the event
Hljómsveitin BREK ætlar að prufa hinn magnaða hljómburð í Akranesvita á tónleikum sunnudaginn 21.júní kl. 15:30. Frítt inn en frjáls framlög vel þegin.
Brek gaf út sín fyrstu lög í febrúar 2020 og hefur ekki slegið slöku við síðan. 4 ný lög koma út á öllum helstu streymisveitum þann 19.júní næstkomandi.
Akústísk tónlist sveitarinnar sækir áhrif víða að m.a. úr íslenskum þjóðlagaarfi, skandinavískri og bandarískri tónlist, jazzi og fleiru. Áhersla er lögð á vandaða íslenska texta en jafnframt að skapa stemningu sem er grípandi og þægileg en þó krefjandi á köflum.